facebook Facebook   twitter Twitter   linkedin LinkedIn   tumblr Tumblr


3.5.2012 | Séð og heyrt-völvan spáir fyrir um forsetann 2008

Ég var staddur á biðstofu í gær. Þar lenti í þó nokkurri bið. Til að drepa tímann gluggaði ég í nokkur tímarit sem lágu frammi. Flest þeirra voru mjög gömul og lítt spennandi eftir því. -- Dægurmál eru svo gjarnan bara spennandi akkúrat meðan þau gerast.

Að endingu hnaut ég þó um mikinn feng. Það var Séð og heyrt blað frá því í janúar 2008.

Blaðið kemur út á hátindi ósómans, og efnistökin eru mjög lýsandi fyrir tímann. Yfirskriftirnar eru stórfenglegar: "Óspjallaðar meyjar nudduðu nautið!" og "Gisting, gel og galadinner!"

Hápunkturinn er þó umfjöllun blaðsins um komandi forsetakosningar. Glöggir lesendur átta sig á því að engar forsetakosningar voru haldnar árið 2008, en Séð og heyrt-völvan virðist hafa veðjað á að svo yrði. Í stað þess að sætta sig við orðinn hlut, kýs blaðið að fylgja dómi völvunnar og er með mikla umfjöllun um álitlegustu forsetaframbjóðendurna, að mati blaðsins.

Það er mjög merkilegt að sjá þennan lista. (Hægt er að sjá stærri útgáfu, með læsilegum texta, með því að smella á myndirnar.)

sedogheyrt volvan1

sedogheyrt volvan2

sedogheyrt volvan3

2 comments
(Friðrik Steinn)

2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

[ Reply ]

Steinn at 4.5.2012

Steinn

Margrét Pála í forsetstólinn, trukkalessufest á Íslandi.

[ Reply ]

Friðrik Steinn at 4.5.2012

Unknown User

Hausinn sprakk.
Forseti með ber brjóst? http://tinyurl.com/d326dbm


Add Comment

The password to post a comment is:   

Name
Website
Password
Comment