facebook Facebook   twitter Twitter   linkedin LinkedIn   tumblr Tumblr


25.3.2013 | Að þiggja aðstoð

Undir lok 18. aldarinnar var borin upp tillaga á danska þjóðþinginu, þess efnis að flytja bæri alla Íslendinga til Jótlandsheiða. Glöggir menn í Kaupmannahöfn höfðu fundið út að hægara væri um vik að flytja Íslendingana til Danmerkur, heldur en að standa undir öllum þeim birgðaflutningum til Íslands sem þróunaraðstoð þeirra fól í sér. Í kjölfar Móðuharðindanna bjuggu Íslendingar nefnilega við örbirgð og voru í einhverjum mæli upp á aðstoð Dana komnir til þess að halda mætti lífinu í þeim hræðum sem hér voru eftir. Tillagan um þjóðflutningana til Jótlands náði aldrei fram að ganga, enda erum við hér enn, en erum blessunarlega fær um að veita okkur eigin björg í bú. Svona yfirleitt.

Á árunum 1948-53 fór George Marshall fyrir skipulagi á einum viðamesta þróunaraðstoðarpakka sem settur hefur verið saman, í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Íslendingar, sem voru ein fátækasta þjóð heims í upphafi 20. aldarinnar nutu mjög góðs af þessari aðstoð. Raunar má vel færa fyrir því rök að þeir hafi hlotið hlutfallslega mesta aðstoð af öllum sem tóku þátt.

Í dag er Ísland á meðal ríkustu þjóða heims – raunar í 21-23 sæti á meðal allra þjóða heims eftir því hvaða gagnabanka maður skoðar. Þá er rétt að hafa það í huga að í þeirri talningu eru þjóðir á borð við Noreg, Sviss og Qatar.

Það er dálítið leitt að þriðjungur einna ríkustu þjóðar heims skuli ekki sjá sér fært að styðja við bakið á sínum minnstu bræðrum.


9 comments
(Steinn)

9 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

[ Reply ]

Hugi at 25.3.2013

Hugi

Skoðanakannir á veffjölmiðlum þýða nákvæmlega ekkert, enginn sem ekki er skaddaður á heila tekur mark á slíku og þessi "frétt" um "þriðjung þjóðarinnar" segir talsvert meira um starfshætti á DV en þjóðina.

En Vigdís Hauksdóttir er vissulega ömurlegt eintak.

[ Reply ]

Arnaldur at 25.3.2013

Arnaldur

Já. Það var kannski vafasamt af mér að leggja út af þessari bógus könnun. En þú veist... Þetta er klárlega ekki í lagi.

Það var nóg af virkum athugasamningsmönnum mættum til að verja þessa ógeðfelldu hugsun.

[ Reply ]

Hugi at 25.3.2013

Hugi

Satt og rétt, þetta er ekki í lagi.

[ Reply ]

Hugi at 25.3.2013

Hugi

Ég var annars ekki að saka þig um að vera skaddaður á heila Arnaldur. Þú ert með fallegan heila sem mig langar að faðma og strjúka, jafnvel nota sem skraut á arinhillu (t.d. í krukku). En það er önnur saga.

Samviskulaus notkun fjölmiðla á svona fullkomlega ómarktækum netkönnunum fer bara alveg sérstaklega mikið í taugarnar á mér. Og fer raunar í taugarnar á 100% þjóðarinnar samkvæmt könnun sem ég gerði á blogginu mínu í hádeginu í fyrradag.

[ Reply ]

Eiki at 25.3.2013

Eiki

Þriðjungur Íslendinga er einmitt heimsins hæsta hlutfall af heild, sé miðað við höfðatölu. Útlendur þriðjungur er rúm 30% en okkar þriðjungur er tæplega þrír fjórðu.

Ég er sammála Vigdísi. Hvernig á maður að eyða peningum ef maður skuldar peninga? Gjaldþrota fólk kaupir ekki mat fyrr en það er skuldlaust!
Á maður kannski að biðja um lán meðan maður vinnur fyrir skuldunum sínum? Hvað er næst, á að taka innleiða einhvers konar "kredit"-kort inn í hagkerfið okkar?

[ Reply ]

Arnaldur at 25.3.2013

Arnaldur

Mér finnst þetta rosalega undarlegur hugsunarháttur. Þetta er bara eins og að borða hádegismat á undan morgunmat, og kvöldmat á undan þessu öllu saman!

[ Reply ]

Eiki at 26.3.2013

Eiki

Já, hvernig ætli fólki í fátækustu löndum fyndist að borða þrjár máltíðir á dag, en í rangri röð?

Þá færi aldeilis að reyna á forgangsröðina.

[ Reply ]

Steinn at 9.12.2013

Steinn

Vigdís Hauks borðar alltaf fyrst morgunmat, síðan hádegismat og loks endar hún á kvöldmat. Vitið þið afhverju? Hún sagði nei við IceSave.

[ Reply ]

Sveinbjörn at 26.3.2013

Sveinbjörn

Íslendingar fengu langmesta Marshall-aðstoð á haus, 209 USD, næstmest fékk gjörsamlega eyðilagða Holland, um 100 USD á haus.

NB: Til þess að framreikna til dagsins í dag, margfalda með tíu.


Add Comment

The password to post a comment is:   

Name
Website
Password
Comment